10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Endurkoma hjá Mark Hughes

Skyldulesning

Mark Hughes er kominn aftur í slaginn sem stjori Bradford …

Mark Hughes er kominn aftur í slaginn sem stjori Bradford City. AFP

Mark Hughes, hinn gamalkunni knattspyrnustjóri og fyrrverandi leikmaður Manchester United, er kominn í hringiðuna í enska fótboltanum á ný eftir fjögurra ára hlé.

Hann hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri D-deildarfélagsins Bradford City og snýr því aftur eftir að hafa síðast stjórnað Southampton í úrvalsdeildinni árið 2018.

„Það kemur kannski mörgum á óvart að ég sé kominn hingað en það slær mig ekki út af laginu. Ég er kominn hingað með skýrt markmið, að gera Bradford City að liði sem fólk vill koma til að sjá og er stolt af því að styðja,“ sagði Hughes við WalesOnline í dag en hann lék á sínum tíma 72 landsleiki fyrir Wales og hóf ferilinn í þjálfun sem landsliðsþjálfari Wales og kom liðinu í lokakeppni EM 2004.

Eftir það hefur hann stýrt liðum Blackburn, Manchester City, Fulham, QPR, Stoke og Southampton. Hughes er 58 ára gamall og lék 345 leiki með Manchester United í efstu deild á árunum 1980 til 1995, og skoraði í þeim 120 mörk, en hann lék einnig með Barcelona, Bayern München, Chelsea, Southampton, Everton og Blackburn, og spilaði á sjöunda hundrað deildaleikja á ferlinum.

Bradford City er í 15. sæti af 24 liðum í D-deildinni, tíu stigum frá því að komast í umspilssæti þegar það á þrettán leiki eftir á tímabilinu. Félagið er gamalgróið og varð enskur bikarmeistari árið 1911 og komst óvænt í úrslitaleik deildabikarsins árið 2013 þar sem það tapaði 5:0 fyrir Swansea City. Liðið lék í úrvalsdeildinni í tvö tímabil, 1998 til 2000, og var í efstu deild á árunum 1908 til 1922, en hefur lengst af verið í tveimur neðri deildunum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir