2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Endurkoma til Tottenham?

Skyldulesning

Christian Eriksen hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Inter …

Christian Eriksen hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Inter Mílanó á tímabilinu.

AFP

Christian Eriksen hefur ekki átt fast sæti í liði Inter Mílanó í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu frá því hann gekk til liðs við félagið frá Tottenham í janúar 2020.

Inter borgaði 10 milljónir evra fyrir sóknarmanninn en hann átti að renna út á samningi hjá Tottenham sumarið 2020 og var ekki tilbúinn að framlengja samning sinn við enska félagið.

Eriksen, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur byrjað þrjá leiki í ítölsku A-deildinni á tímabilinu og einn leik í Meistaradeildinni en hann á enn þá eftir að skora og leggja upp fyrir ítalska félagið á tímabilinu.

Football Insider greinir frá því að forráðamenn Inter hafi boðið Tottenham að fá leikmanninn á nýjan leik en hann lék með liðinu í sjö og hálft tímabil áður en hann hélt til Ítalíu.

Eriksen lék 305 leiki fyrir Tottenham í öllum keppnum þar sem hann skoraði 69 mörk og lagði upp 89 mörk fyrir liðsfélaga sína.

Daninn er uppalinn hjá Ajax í Hollandi en hann á að baki 100 landsleiki fyrir Danmörku þar sem hann hefur skorað 34 mörk.

Innlendar Fréttir