7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Endurnýjun eða niðurrif?

Skyldulesning

Vindmylla BioKraft brennur í Þykkvabæ.

Fátt hefur verið um svör við fyrirspurnum sveitarstjórnar Rangárþings ytra síðustu 1-2 ár um hvort til standi að endurnýja eða fjarlægja tvær vindmyllur í Þykkvabæ, að sögn Ágústs Sigurðssonar sveitarstjóra.

Önnur myllan skemmdist í eldi fyrir rúmum þremur árum. Málið var rætt á síðasta sveitarstjórnarfundi í Rangárþingi ytra og var lögð fram fyrirspurn um hvort búið væri að fara fram á eða sækja um leyfi fyrir niðurrifi vindmyllunnar sem eyðilagðist í bruna og hver bæri ábyrgð á vindmyllunum í dag.

Í svari sveitarstjóra segir m.a.: „Haft hefur verið samband við skráða eigendur og óskað eftir upplýsingum. Jafnframt hefur eigendum verið bent á að standi ekki til að koma myllunum í nothæft stand þá sé nauðsynlegt að fjarlægja þær, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir