-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Engar áramótabrennur á Austurlandi

Skyldulesning

Eskifjörður í allir sinni dýrð. Aðgerðarstjórn Austurlands beinir því til …

Eskifjörður í allir sinni dýrð. Aðgerðarstjórn Austurlands beinir því til sveitarfélaga að halda ekki áramótabrennur og sjá ekki fram á opnun skíðasvæða.

Ljósmynd/mbl.is

Aðgerðastjórn á Austurlandi hefur beint því til sveitarfélaga á Austurlandi að ekki verði haldnar áramótabrennur í fjórðungnum þessi áramótin. Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðarstjórnar Austurlands. 

Þá segir í tilkynninguni að fyrirspurnir hafi borist um mögulega opnun skíðasvæða. Aðgerðarstjórn bendir á að reglur um íþróttaiðkun eigi við skíðaiðkun einnig á skíðasvæðum. Því sér aðgerðarstjórnin ekki fram að skíðasvæði opni að óbreyttu.

„Aðgerðastjórn bendir og á að í gegnum COVID mistrið megi nú glitta í fast land. Óvíst er þó hversu löng sigling er eftir. Þrautseigja og þolgæði okkar skipverja eru því ágæt einkunnarorð að styðjast við í þeirra stöðu.  Því áréttar stjórnin hefðbundna möntru sína um að gæta að persónubundnum sóttvörnum, huga að fjarlægðarmörkum og grímunotkun, handþvotti og sprittun,“ segir í tilkynningunni.

Áfram er ekkert virkt Covid-19 smit á Austurlandi.

Innlendar Fréttir