Innlent

Davíð Kristinsson
Engar fregnir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði í nótt að sögn Veðurstofu Íslands en ástandið í bænum verður metið í birtingu.
Þar, eins og á öllum Austfjörðum, er nú appelsínugul viðvörun í gangi vegna mikillar rigningar en sú viðvörun breytist í gula klukkan níu.
Enn er hættustig í gildi á Seyðisfirði og óvissustig annarsstaðar á Austfjörðum vegna hættu á skriðuföllum og þeir 120 einstaklingar sem þurftu að yfirgefa heimili sín á Seyðisfirði í fyrradag hafa enn ekki snúið heim.
Aðstæður í bænum verða metnar í birtingu en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur rignt þar talsvert í alla nótt.
Rigningarnar skapa álag á fráveitukerfin og auka líkurnar á skriðuföllum og vatnstjóni.
Tengdar fréttir

Enn er hættustig í gildi á Seyðisfirði og verður í nótt. Rigning hefur verið talsverð í dag og er búist við því að svo verði áfram í nótt og er ekki talið að það verði óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið eins og heimilað var í morgun.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.