7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Engar viðræður milli Rudiger og Chelsea

Skyldulesning

Antonio Rudiger er ekki í viðræðum við enska knattspyrnufélagið Chelsea um að framlengja samningi hans við félagið. Sky Sports segir frá.

Þýski varnarmaðurinn kom til Chelsea árið 2017 en samningur hans rennur út í sumar. Rudiger var í viðræðum við félagið í síðasta mánuði en hefur ekki fengið hærra tilboð síðan þá.

Rudiger segist ánægður hjá Lundúnarliðinu en tók fram að „annað fólk þarf líka að taka ákvarðanir.“

Real Madrid er eitt þeirra félaga sem hefur áhuga á að gera eins konar forsamning við Rudiger og er í viðræðum við leikmanninn. PSG er einnig sagt áhugasamt en óvissa um framtíð Mauricio Pochettino í París gæti haft áhrif á félagsskipti liðsins.

Í frétt Sky Sports segir að Chelsea þurfi að gera Rudiger að launahæsta varnarmanni ensku úrvalsdeildarinnar ef félagið ætlar að halda honum í Lundúnum.

Thomas Tuchel hefur greinilega miklar mætur á Rudiger en hann hefur spilað fleiri mínútur en nokkur annar leikmaður Chelsea á tímabilinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir