Það er ekki ofsögum sagt að það er bara til einn Halldór Schmidt um borð í Hrafni Sv. Nýjasta afrekið hjá Dóra um borð var að í næturkokkaríinu er það til siðs að næturkokkurinn setur vinnslusloppana í þvottavél. Ekki tókst betur til hjá Dóra að hann skellti sloppum í þvottavélina en gætti ekki að og hluti eins sloppsins stóð útúr vélinni….án þess að Dóri tæki eftir því, og þó það læki úr óþéttri þvottavélahurðinni!
Svo hringsnerust slopparnir í vélinni og sloppabandið sem stóð útúr þoldi ekki álagið og slitnaði frá. Myndin sýnir aðkomuna að þvottavélinni.
Það tók vélstjórana óratíma að ná að opna þvottavélina og laga hlutina eftir Dóra…. enda engum líkur! 😀