enginn-framgangur-hja-russneska-innrasarhernum

Enginn framgangur hjá rússneska innrásarhernum

Í nýjustu stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu kemur fram að sókn Rússa hafi ekki miðað mikið og standi hersveitir þeirra í stað á flestum vígstöðvum.

Rússnesku hersveitirnar eru sagðar hafa náð takmörkuðum árangri á landi, í lofti og á sjó og mannfall sé mikið.

Mótspyrna úkraínsku varnarsveitanna er sögð mikil og traust og þær hafi enn stjórn á öllum stóru borgum landsins.


Posted

in

,

by

Tags: