4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Englendingar fá 22 þúsund á heimaleikina

Skyldulesning

Wembley verður ekki þéttsetinn á EM en þar gætu 45 …

Wembley verður ekki þéttsetinn á EM en þar gætu 45 þúsund manns mætt á úrslitaleikina.

AFP

Rúmlega 22 þúsund áhorfendum verður leyft að sjá leiki Englendinga í riðlakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í sumar en þeir leika alla þrjá á þjóðarleikvangi sínum, Wembley í London.

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest við UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, að áhorfendum verði heimilað að mæta á leikina en England mætir Króatíu, Skotlandi og Tékklandi dagana 13., 18. og 22. júní. 

Wembley rúmar 90 þúsund áhorfendur en samkvæmt áætlun bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingar banna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar mega 10 þúsund manns mæta á íþróttaviðburði frá 17. maí til 21. júní. 

Knattspyrnusambandið hefur fengið undanþágu fyrir leikina á Wembley þannig að leyfilegt sé að nýta fjórðung af sætum vallarins.

Undanúrslit og úrslitaleikur EM fara fram á Wembley snemma í júlí en UEFA vonast eftir því að þá verði búið að rýmka heimildir og 45 þúsund áhorfendur geti mætt á völlinn á þá leiki.

Þrír leikir í keppninni fara fram á Hampden Park í Glasgow og skoska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að það hafi fengið leyfi fyrir 25 prósent nýtingu sæta sem þýðir að þar verða tæplega 12 þúsund manns á hverjum leik. Skotar leika þar gegn Króötum og Tékkum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir