7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Engum rússneskum stjórnarerindrekum verið vísað úr landi

Skyldulesning

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.

Íslensk stjórnvöld hafa ekki vísað neinum rússneskum stjórnarerindrekum úr landi, þrátt fyrir umræður um slíkt í samfélaginu síðustu daga.

Þetta staðfestir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í skriflegu svari við fyrirspurnum mbl.is. Óskað var eftir viðtali en ráðherra gat einungis veitt skrifleg svör.

„Almennt hefur verið talið mikilvægt að virkar samskiptaleiðir séu fyrir hendi á milli stjórnvalda í ríkjum heims, ekki síst þegar ástand heimsmála er viðsjárvert,“ skrifar ráðherra.

Sendiherra þrívegis verið boðaður til fundar

Hún segir sendiherra Rússlands hafa verið þrívegis boðaður til fundar í utanríkisráðuneytinu undanfarna daga.

Þar hefur honum hefur verið gerð grein fyrir afstöðu Íslands og honum kynntar ráðstafanir sem íslenskt stjórnvöld hafa gripið til vegna framgöngu ríkisstjórnar Vladimírs Pútín gegn úkraínsku þjóðinni.

„Þótt sú framganga hafi verið fordæmd af íslenskum stjórnvöldum og vina- og bandalagsþjóðum okkar höfum við ekki stigið það skref að slíta stjórnmálasambandi við Rússland frekar en önnur ríki.“

Viðbragðsstaða verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur

Spurð hvort búið sé að auka viðbúnað á Keflavíkurflugvelli skrifar Þórdís að Atlantshafsbandalagið hafi gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarbúnaður styrktur.

Þá hafi farið fram fundur í fastaráði bandalagsins í síðustu viku á grundvelli 4. greinar Atlantshafssáttmálans, sem kveður á um samráð telji eitt eða fleiri bandalagsríki öryggi sínu ógnað.

„Ákvarðanir bandalagsins og sú staða sem upp er komin geta haft í för með sér aukin umsvif og sýnileika liðsafla bandalagsins í aðildarríkjum, sérstaklega í austurhluta Evrópu.

Enn er of snemmt að segja hvaða hlutverki Ísland mun gegna í því samhengi.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir