enn-baetist-i-studning-vid-frumvarp-lilju-rafneyjar

Enn bætist í stuðning við frumvarp Lilju Rafneyjar

Sífellt fleiri strandveiðifélög lýsa yfir stuðningii við frumvarp sem á að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga. mbl.is/Hafþór

„Frumvarpið stuðlar að aukinni sátt um sjávarútveginn, eflir byggð í landinu og tekur af þá óvissu sem menn hafa búið við í strandveiðikerfinu hingað til,“ segir í stuðningsyfirlýsingu Smábátafélagsins Snæfells við strandveiðifrumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna.

Með þessu bætist Snæfell í hóp þeirra félaga smábátamanna sem lýst hafa yfir stuðningi við frumvarpið sem miðar að því að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga yfir veiðitímabilið með því að auka sveigjanleika innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins.

Auk Snæfells hefur Strandveiðifélagið Krókur – félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu, Smábátafélagið Hrollaugur á Höfn og Félag smábátaeigenda í Reykjavík lýst yfir stuðningi við frumvarp Lilju Rafneyjar.


Posted

in

,

by

Tags: