5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Enn bætt í æsifréttirnar

Skyldulesning

Einu sinni voru gefin út morgunblöð og síðdegisblöð. Síðdegisblöðin voru seld á götuhornum og salan byggði á að hafa nægilega krassandi fréttir á forsíðunni. Þessar fréttir voru oft lygafréttir, eða í það minnsta umtalsverð hagræðing á sannleikanum. Morgunblöðin voru seld í áskrift og grundvölluðu ekki starfsemi sína á æsifréttum. Þessum blöðum mátti treysta.

En nú eru breyttir tímar. Morgunblöðin eru horfin. Nú eru öll blöðin síðdegisblöð og viðskiptalíkanið snýst um æsifréttir sem drífa áfram smelli á vefnum og smellirnir drífa auglýsingatekjurnar.

Myndin hér að neðan sýnir þróun dauðsfalla í Brasilíu í mars. Hún er tekin beint úr gagnasafni brasilískra sóttvarnaryfirvalda. Myndin sýnir að faraldurinn er í rénun í Brasilíu, ekki að hann sé í vexti eins og staðhæft er í þessari síðdegisblaðafrétt.

Hér er hlekkur á heimildina: https://transparencia.registrocivil.org.br/especial-covid

Screenshot 2021-04-01 at 01.24.14


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir