7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

„Enn ein smithrinan“ hafi gert vart við sig

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í hlífðarbúningi.

Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í hlífðarbúningi.

AFP

Aðgerðastjórn lögreglunnar á Austurlandi hvetur fólk til að halda sig heima ef það verður vart við veikindi, jafnvel þótt einkenni séu væg, þar sem „enn ein smithrinan virðist hafa gert vart við sig“.

Sem fyrr er einn með virkt kórónuveirusmit á Austurlandi. Þá er einn í sóttkví í landsfjórðungnum. 

21 smit greindist innanlands í gær en flest smitanna eru á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru 164 í einangrun og 560 í sóttkví. 20 smit greindust innanlands á fimmtudag og hefur sóttvarnalæknir sagt vísbendingar uppi um veldisvöxt. 

„Aðgerðastjórn bendir á mikilvægi þess að við höldum okkur heima ef veikinda verður vart, jafnvel þótt einkenni séu væg. Þau geta til dæmis verið kvef, hiti, hálssærindi, beinverkir, skert bragð- eða lyktarskin, niðurgangur og uppköst. Hafa þá samband við heilsugæslu eða í síma 1700 og fá ráðgjöf. Munum að ef við erum í vafa um þörf fyrir ráðgjöf er alltaf öruggara að eiga samtalið en sleppa því. 

Gætum að okkur sem fyrr, tökum ekki áhættu á þessum óvissutímum þar sem enn ein smithrinan virðist hafa gert vart við sig og gerum þetta saman,“ segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglunnar á Austurlandi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir