4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Enn einn endurkomusigur Manchester United

Skyldulesning

West Ham United tók á móti Manchester United í 11.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikmenn Manchester United sýndu enn og aftur mikinn karakter eftir að hafa lent undir. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Manchester United.

Tomas Soucek kom West Ham yfir með marki á 38. mínútu og staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir West Ham.

Spilamennska Manchester United var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri liðsins gerði tvær breytingar í hálfleik til að reyna blása lífi í sína menn. Rashford og Bruno Fernandes komu inn á fyrir Van De Beek og Cavani.

Spilamennska Manchester United í seinni hálfleik var allt önnur. Paul Pogba jafnaði leikinn fyrir liðið með marki á 65. mínútu.

Þremur mínútum síðar kom Mason Greenwood, Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Alex Telles.

Röðin var síðan komin að Marcus Rashford, hann bætti við þriðja marki Manchester United á 78. mínútu og innsiglaði 1-3 sigur liðsins.

Sigur Manchester United lyftir liðinu upp í 4. sæti deildarinnar, þar er liðið með 19 stig. West Ham er í 7. sæti deildarinnar með 17 stig.

West Ham United 1 – 3 Manchester United 


1-0 Tomas Soucek (’38)


1-1 Paul Pogba (’65)


1-2 Mason Greenwood (’68)


1-3 Marcus Rashford (’78)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir