Leit stendur enn yfir af Arnari Sveinssyni sem hefur verið saknað síðan í spetember. Vitað er til þess að hann hafi farið til Berlínar í ágústmánuði.
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Austurlandi, segir við mbl.is að enn sé „tíðindalaust“ af leitinni.
Arnar er um 185 sentimetrar á hæð, grannvaxinn, rauðhærður og var með sítt hár, rautt skegg og gleraugu þegar síðast sást til hans.
Ef einhver getur gefið upplýsingar um ferðir Arnars síðan í september er viðkomandi beðinn um að hafa samband við rannsóknardeild lögreglunnar á Austurlandi í síma 444-0650 eða netfangið: rannsoknaustur@logreglan.is.