8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Enn flækist málið um dularfulla minnisvarðann í Utah

Skyldulesning

Eins og DV skýrði nýlega frá þá fannst dularfullur minnisvarði, úr málmi, í miðri eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum. Eins og við var að búast hafa miklar vangaveltur verið um uppruna minnisvarðans og ýmsar kenningar hafa verið settar fram. Því hefur verið velt upp að vitsmunaverur frá öðrum plánetum hafi komið honum fyrir, að um listaverk sé að ræða eða að hann eigi að sýna einhverja ákveðna staðsetningu.

Í kjölfar frétta um fund minnisvarðans fór fólk að streyma út í eyðimörkina í leit að honum. En nú er minnisvarðinn, eða hvað þetta nú var, horfinn að sögn yfirvalda í Utah. Þau segja að hann hafi verið fjarlægður aðfaranótt föstudags en ekki sé vitað hver eða hverjir voru að verki. Yfirvöld sverja af sér aðild að hvarfi hans.

Yfirvöld skýrðu ekki frá staðsetningu minnisvarðans til að koma í veg fyrir að fólk færi að leita hans og villtist í eyðimörkinni. En það hélt ekki aftur af öllum og nokkrum tókst að komast að honum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir