7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Enn hefur ekkert spurt til Ævars Annels – „Við þurfum að tala við hann“

Skyldulesning

Það sem ég gæti gert fyrir Ísland bara með þetta!

VILLA: Þessi bloggfærsla (nr. 2258086) er óvirk. Höfundur Einar Haukur Sigurjónsson Einar Haukur Sigurjónsson hef áhuga á lífinu. Stjórnmálum. Fjármálum. Félagsmálum. Sögu,...

„Okkur hefur borist einhverjar vísbendingar en enginn þeirra hefur leitt okkar til hans. Lögreglan lýsir enn þá eftir honum og við skorum á hann að gefa sig fram sem allra fyrst. Við þurfum að tala við hann,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið.

Lögregla lýsti í gær eftir Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum manni. Hann er 174 sm á hæð, grann­vaxinn og með dökkt hár. Þeir sem geta gefið upp­­­lýsingar um ferðir Ævars, eða vita hvar hann er niður­­kominn, eru vin­­sam­­legast beðnir um að hafa tafar­­laust sam­band við lög­­regluna í síma 112.

Talið er að Ævar hafi tengsl við óhugnanleg ofbeldismyndbönd sem birst hafa í vikunni. Þar kemur fyrir 28 ára MMA bardagakappi en bensínsprengju var fleygt inn um glugga að íbúð þess manns að Friggjarbrunni í Úlfarsárdal á þriðjudagskvöld.

Á sunnudag birti bardagakappinn myndband af sér þar sem hann gengur í skrokk á manni. Fleiri slík myndbönd hafa birst í vikunni og ennfremur myndband af manni að kasta bensínsprengju inn um glugga að íbúð mannsins.

Bardagakappinn var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Lögregla hefur ekki vilja staðfesta tengsl Ævars við þessi mál. Hann hefur þó birt færslu þar sem hann hæðist að bardagakappanum og segir að ekki hafi séð á sér eftir árás kappans.

Innlendar Fréttir