8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Enn kvarnast úr hópnum hjá Everton

Skyldulesning

Allan var komið fyrir á sjúkrabörum eftir að hann meiddist …

Allan var komið fyrir á sjúkrabörum eftir að hann meiddist í gærkvöld.

AFP

Meiðslavandræði enska knattspyrnuliðsins Everton jukust enn í gærkvöld þegar brasilíski miðjumaðurinn Allan var borinn af velli í fyrri hálfleiknum gegn Leicester.

Allan tognaði aftan í læri og Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri segir að eftir sé að skoða hann betur áður en hægt sé að átta sig á því hversu lengi hann verði frá keppni.

Everton var án James Rodriguez, Seamus Coleman og Lucas Digne sem eru allir meiddir. Þá varð Richarlison fyrir meiðslum í gærkvöld en Ancelotti sagði að þar væri ekkert alvarlegt á ferð.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton unnu góðan útisigur á Leicester, 2:0, og lyftu sér upp í fimmta sæti deildarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir