7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Enn vinna lærisveinar Guðjóns Vals

Skyldulesning

Handbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.
vísir/Getty

Þjálfaraferill Guðjóns Vals Sigurðssonar fer af stað með sama glæsibrag og leikmannaferill hans.

Hann tók við stjórnartaumunum hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach síðastliðið sumar og hefur liðið farið afar vel af stað undir stjórn Guðjóns.

Í dag unnu þeir öruggan fimm marka sigur á Elbflorenz, 26-21, og styrktu þar með stöðu sína á toppi deildarinnar en liðið hefur aðeins tapað einum af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni.

Eyjapeyinn Elliði Snær Viðarsson er á meðal leikmanna Gummersbach en hann gerði tvö mörk í leik dagsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir