1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Enska úrvalsdeildin ætlar að ráðast í tilslakanir þegar meginþorri leikmanna er bólusettur

Skyldulesning

Ráðist verður í frekar tilslakanir í ensku úrvalsdeildinni um leið og 85% leikmanna hafa hlotið tvo skammta af bóluefni við Covid-19. BBC segir frá.

Enska úrvalsdeildin sagði í síðustu viku að 68% leikmanna hefði verið fullbólusettur og 81% fengið að minnsta kosti einn skammt.

Strangar reglur hafa verið í gildi á æfingarsvæðum og knattspyrnuvöllum síðan keppnin hófst aftur í júní 2020. Aðeins sjö félög í deildinni tilkynntu að 50% sinna leikmanna væru fullbólusettir í lok septembermánaðar.

Enska úrvalsdeildin hafði íhugað að „verðlauna“ þeim félögum sem tilkynntu hæst hlutfall bólusettra leikmanna. Fjögur Covid próf reyndust jákvæð í síðustu umferð.

Karl Darlow, markvörður Newcastle United, hvatti leikmenn til að láta bólusetja sig eftir að hann veiktist alvarlega af kórónuveirunni. Fjölmargir leikmenn enska landsliðsins neituðu að ræða hvort þeir væru bólusettir eða ekki fyrr í mánuðinum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir