Enska úrvalsdeildin: Aston Villa kom sá og sigraði á Stamford Bridge – DV

0
193

Chelsea 0 – 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins(’18)
0-2 John McGinn(’56)

Það eru ágætis líkur á því að Graham Potter fari að segja sitt síðasta sem stjóri Chelsea.

Chelsea spilaði við Aston Villa á heimavelli í kvöld og tapaði leiknum 2-0 en var þó mun sterkari aðilinn.

Chelsea náði hins vegar ekki að nýta færin en þeir Ollie Watkins og John McGinn skoruðu mörkin í 2-0 sigri Villa.

Chelsea átti alls 27 marktilraunir gegn aðeins fimm frá Villa en það dugði ekki til sigurs.

Villa er komið upp fyrir Chelsea í töflunni en það síðarnefnda situr í 11. sætinu með 38 stig úr 28 leikjum.

Enski boltinn á 433 er í boði