Enska úrvalsdeildin: Brighton skoraði sex mörk – Dramatík í sigri Brentford – DV

0
78

Brighton er eitt skemmtilegasta lið Englands um þessar mundir og sannaði það enn eina ferðina í dag.

Brighton tók á móti Wolves á Amex vellinum en gestirnir áttu aldrei roð í heimaliðið að þessu sinni.

Þrír leikmenn Brighton skoruðu tvennu í sannfærandi 6-0 sigri eða þeir Pascal Gross, Denis Undav og Danny Welbeck.

Sigurinn áttu heimamenn fyllilega skilið og eru nú einu stigi frá Liverpool í sjöunda sætinu.

Í hinum leiknum sem lauk vannn Brentford 2-1 sigur á Nottingham Forest þar sem vantaði ekki upp á dramatíkina.

Ivan Toney jafnaði metin undir lok leiks fyrir heimamenn sem skoruðu svo sigurmark í uppbótartíma.

Brighton 6 – 0 Wolves
1-0 Denis Undav(‘6)
2-0 Pascal Gross(’13)
3-0 Pascal Gross(’26)
4-0 Danny Welbeck(’39)
5-0 Danny Welbeck(’48)
6-0 Denis Undav(’66)

Brentford 2 – 1 Nott. Forest
0-1 Danilo Oliveira(’82)
1-1 Ivan Toney(’82)
2-1 Josh Dasilva(’94)

Enski boltinn á 433 er í boði