7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Enska úrvalsdeildin: Firmino reyndist hetja Liverpool í stórleik umferðarinnar

Skyldulesning

Fleiri leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Tottenham. Þá gerðu West Ham og Crystal Palace 1-1 jafntefli og Fulham gerði markalaust jafntefli við Brighton

Á Anfield fór fram stórleikur umferðarinnar þegar Liverpool tók á móti Tottenham.

Liverpool komst yfir í leiknum á 26. mínútu. Þar var að verki Mohamed Salah sem skoraði fyrsta mark leiksins.

Forysta Liverpool entist hins vegar ekki lengi. Á 33. mínútu jafnaði Heung-Min Son metin fyrir Tottenham eftir stoðsendingu frá Giovani Lo Celso.

Þegar leikurinn virtist ætla að enda með jafntefli, tókst Liverpool að komast yfir. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigur með marki á 90. mínútu leiksins.

Sigurinn kemur Liverpool upp í 1. sæti deildarinnar. Þar situr liðið með 28 stig eftir 13 leik. Tottenham er í 2. sæti með 25 stig.

Á London Stadium í Lundúnum tóku heimamenn í West Ham United á móti Crystal Palace.

Christian Benteke kom Crystal Palace yfir með marki á 34. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til á 55. mínútu þegar Sebastien Haller, jafnaði metin fyrir West Ham með marki eftir stoðsendingu frá Vladimir Coufal.

Christian Benteke fékk síðan að líta sitt annað gula spjald á 70. mínútu og því þurftu Crystal Palace að leika einum manni færri seinustu tuttugu mínútur leiksins.

Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. West Ham er í 7. sæti deildarinnar með 21 stig. Crystal Palace er í 12. sæti með 18 stig.

Fulham tók á móti Brighton á heimavelli sínum, Craven Cottage. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Fulham er í 17. sæti deildarinnar með 9 stig. Brighton er í 16. sæti með 11 stig.

Liverpool 2 – 1 Tottenham 


1-0 Mohamed Salah (’26)


1-1 Heung-Min Son (’33)


2-1 Roberto Firmino (’90)

West Ham United 1 – 1 Crystal Palace


0-1 Christian Benteke (’34)


1-1 Sebastien Haller (’55)

Fulham 0 – 0 Brighton & Hove Albion 

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir