Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar með 2-0 sigri á Crystal Palace á Wembley í dag.
Mateo Kovacic fór meiddur af velli á 26. mínútu og inn á í hans stað kom Ruben Loftus-Cheek, fyrrverandi lánsmaður hjá Crystal Palace.
Það var einmitt Loftus-Cheek sem kom Chelsea yfir með glæsilegu skoti á 65. mínútu eftir mistök Tyrick Mitchell. Mason Mount bætti við marki rúmum tíu mínútum síðar eftir gott spil Chelsea manna og lokatölur 2-0.
Chelsea mætir Liverpool í úrslitunum laugardaginn 14. maí.