3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Enski bikarinn: Leicester komið í undanúrslit eftir sigur á Manchester United

Skyldulesning

Leicester City tók á móti Manchester United í 8-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 sigri Leicester en leikið var á heimavelli liðsins, King Power Stadium.

Kelechi Iheanacho, kom Leicester yfir með marki á 24. mínútu.

Þannig stóðu leikar þar til á 38. mínútu þegar að Mason Greenwood jafnaði metin fyrir Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Paul Pogba.

Youri Tielemans kom Leicester aftur yfir í leiknum á 52. mínútu og það var síðan Kelechi Iheanacho sem innsiglaði 3-1 sigur Leicester með sínu öðru marki í leiknum á 78. mínútu.

Leicester er því komið áfram í undanúrslit bikarsins en Manchester United er úr leik.

Dregið var í undanúrslitin fyrr í dag. Leicester mætir því Southampton á Wembley í apríl.

Undanúrslit enska bikarsins (FA CUP):


Chelsea – Manchester City


Leicester City/Manchester United – Southampton

Leicester City 3 – 1 Manchester United


1-0 Kelechi Iheanacho (’24)


1-1 Mason Greenwood (’38)


2-1 Youri Tielemans (’52)


3-1 Kelechi Iheanacho (’78)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir