7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Enski bikarinn: Man City og Palace áfram – Framlengt hjá Boro og Tottenham

Skyldulesning

Manchester City og Crystal Palace eru komin í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir sigra í 16-liða úrslitum í kvöld.

Man City heimsótti Peterborough og vann 0-2 sigur með mörkum frá Riyad Mahrez og Jack Grealish með fremur stuttu millibili um miðbik seinni hálfleiks.

Crystal Palace vann Stoke þá á heimavelli, 2-1. Cheikhou Kouyate kom Palace yfir á 53. mínútu. Fimm mínútum síðar jafnaði Josh Tymon leikinn fyrir gestina.

Jairo Riedewald skoraði hins vegar sigurmark Palace á 82. mínútu.

Middlesbrough og Tottenham eigast þá við en framlenging stendur yfir þar þegar þetta er skrifað.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir