3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Enski bikarinn: Tammy Abraham skoraði þrennu í öruggum sigri Chelsea

Skyldulesning

Chelsea tók á móti Luton Town í enska bikarnum í dag. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Chelsea en leikið var á heimavelli liðsins, Stamford Bridge.

Tammy Abraham, kom Chelsea yfir strax á 11. mínútu. Sex mínútum síðar var hann síðan aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu liðsins með marki eftir stoðsendingu frá Recce James.

Jordan Clark, minnkaði muninn fyrir Luton Town með marki eftir stoðsendingu frá James Bree á 30. mínútu. Leikar í hálfleik stóðu því 2-1 fyrir Chelsea.

Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði Tammy Abraham þegar að hann fullkomnaði þrennu sína og 3-1 sigur Chelsea á 74. mínútu.

Sigurinn færir Chelsea sæti í næstu umferð keppninnar þar sem liðið mætir Barnsley á útivelli.

Chelsea 3 – 1 Luton Town 


1-0 Tammy Abraham (’11)


2-0 Tammy Abraham (’17)


2-1 Jordan Clark (’30)


3-1 Tammy Abraham (’74)

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir