Enski bikarinn: Tvö rauð er Fulham tapaði á Old Trafford – DV

0
170

Manchester United er komið í næstu umferð enska bikarsins eftir sigur á Fulham á heimavelli sínum í kvöld.

Man Utd gat tryggt sæti sitt í undanúrslitum með sigri og vann 3-1 sigur eftir að hafa lent undir.

Fulham varð fyrir alvöru áfalli er 73 mínútur votu komnar á klukkuna en þá fengu tveir leikmenn liðsins rautt spjald.

Markaskorarinn Aleksandar Mitrovic fékk að líta rautt en stuttu fyrir það fékk Willian einnig reisupassann.

Bruno Fernandes jafnað metin fyrir Man Utd og skoraði Marcel Sabitzer annað mark liðsins stuttu síðar. Mörkin voru skoruð á 75 og 77. mínútu.

Fernandes var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma til að gulltryggja heimasigurinn – Man Utd mætir Brighton í næstu umferð.

Fyrr í dag vann Brighton sannfærandi 5-0 sigur á Grimsby og Sheffield United er komið áfram eftir 3-2 heimasigur á Blackburn.

Enski boltinn á 433 er í boði