9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Enski boltinn: Aston Villa hafði betur gegn Brighton – Mikilvægur sigur fyrir Steven Gerrard

Skyldulesning

Leik Brighton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu. Leiknum lauk með 2-0 sigri Aston Villa.

Bæði lið þurftu á sigri að halda í dag eftir tvö töp í röð í deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur og lítið um opin færi. Matty Cash braut ísinn á 17. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Ollie Watkins tvöfaldaði forystuna á 68. mínútu eftir stoðsendingu frá Tyrone Mings. Það reyndist lokamark leiksins og 2-0 sigur Aston Villa staðreynd.

Þetta var afar mikilvægur sigur fyrir Steven Gerrard og lærisveina hans. Aston Villa er í 12. sæti deildarinnar með 30 stig en Brighton er í 10. sæti með 33 stig.

Brighton 0 – 2 Aston Villa

0-1 Matty Cash (´17)

0-2 Ollie Watkins (´68)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir