10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Enski boltinn: Jafnt í fyrsta leik helgarinnar

Skyldulesning

West Ham tók á móti Newcastle í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle byrjaði leikinn vel en lenti hins vegar undir eftir rúman hálftíma þegar Craig Dawson skoraði með skalla.

Gestirnir skoruðu svo verðskuldað jöfnunarmark í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Joe Willock kom boltanum yfir línuna.

Ekki var mikið um færi í seinni hálfleiknum og tókst hvorugu liði að skora. Lokatölur 1-1.

West Ham er í fimmta sæti deildarinnar með 42 stig. Newcastle er í sautjánda sæti með 22 stig, 5 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir