10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Enski boltinn: Jota heldur áfram að skora – Arsenal hélt út manni færri

Skyldulesning

Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool tók á móti Leicester á Anfield á meðan Arsenal heimsótti Úlfanna á Molineux-leikvangnum.

Liverpool náði forystunni á 34. mínútu þegar Kasper Schmeichel varði skalla Virgil van Dijk eftir hornspyrnu og Diogo Jota fylgdi á eftir. Staðan 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Jota skoraði 17 mark sitt á tímabilinu þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og gulltryggði Liverpool þrjú mikilvæg stig í toppbaráttunni. Liverpool er með 51 stig, níu stigum á eftir toppliði Manchester City sem á einn leik til góða.

Gabriel kom Arsenal yfir eftir 25 mínútna leik þegar hann skoraði eftir stoðsendingu Alexandre Lacazette. Leikmenn Wolves voru ósáttir við markið en þeir töldu Lacazette hafa brotið á Jose Sá, markverði Úlfanna, í aðdragandanum.

Gabriel Martinelli fékk að líta tvö gul spjöld á 69. mínútu og þar með rautt og Arsenal orðið manni færri. Stórsókn Úlfanna fylgdi í kjölfarið en þeim tókst ekki að koma boltanum í netið og 1-0 sigur Arsenal niðurstaða.

Arsenal fer upp í 5. sæti með sigrinum. Liðið er með 39 stig eftir 22 leiki. Wolves er í 8. sæti með 34 stig.

Liverpool 2 – 0 Leicester

1-0 Diogo Jota (’34)

2-0 Diogo Jota (’87)

Wolves 0 – 1 Arsenal

0-1 Gabriel (’25)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir