1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Enski boltinn: Leicester hafði betur gegn United í æsispennandi leik

Skyldulesning

Fimm leikjum er nýlokið í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það bar heldur betur til tíðinda í leik Man United og Leicester en liðin mættust á King Power vellinum í dag.

Mason Greenwood kom United mönnum yfir á 19. mínútu með frábæru skoti af löngu færi en Yuri Tielemans jafnaði metin fyrir Leicester 12 mínútum síðar með álíka fallegu marki þegar hann lyfti boltanum í bláhornið yfir David de Gea í markinu.

Caglar Söyuncu kom Leicester yfir á 78. mínútu en varamaðurinn Marcus Rashford jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Jamie Vardy kom Leicester aftur yfir aðeins einni mínútu eftir að Rashford skoraði og Patson Daka gerði út um leikinn í uppbótartíma, 4-2 sigur Leicester staðreynd.

Wolves vann frábæran endurkomusigur á Aston Villa á Villa Park. Danny Ings og John McGinn höfðu komið Villa í 2-0 forystu eftir 68. mínútur en þrjú mörk á síðustu níu mínútum leiks tryggði Úlfunum stigin þrjú. Roman Saiss, Conor Coady og Ruben Neves voru markaskorarar Wolves.

Manchester City vann 2-0 sigur á Burnley þar sem Bernardo Silva og Kevin de Bruyne skoruðu mörk heimamanna. Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir Burnley á 72. mínútu.

Þá gerðu Norwich og Brighton markalaust jafntefli og Southampton vann 1-0 sigur á Leeds.

Aston Villa 2 – 3 Wolves


1-0 Danny Ings (’48)


2-0 John McGinn (’68)


2-1 Romain Saiss (’81)


2-2 Conor Coady (’86)


2-3 Ruben Nevs (90+5)

Leicester 4 – 2 Man United


0-1 Mason Greenwood (’19)


1-1 Yuri Tielemans (’31)


2-1 Söyuncu (’78)


2-2 Marcus Rashford (’82)


3-2 Jamie Vardy (’83)

Patson Daka (90+2)

Man City 2 – 0 Burnley


1-0 Bernardo Silva (‘12)


2-0 Kevin De Bruyne (’70)

Norwich 0 – 0 Brighton

Southampton 1 – 0 Leeds


1-0 Armando Broja (’53)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir