10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Enski boltinn: Leicester og West Ham skildu jöfn

Skyldulesning

Leicester tók á móti West Ham í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli liðanna í skemmtilegum leik.

Leikurinn byrjaði af krafti en Jarrod Bowen kom West Ham yfir strax á 10. mínútu eftir stoðsendingu frá Issa Diop. Á síðustu mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu og skoraði Youri Tielemans örugglega úr henni. Jafnt var á milli liðana þegar flautað var til hálfleiks.

Ricardo Pereira kom Leicester yfir á 57. mínútu með skalla eftir stoðsendingu frá Harvey Barnes. Gestirnir gáfust þó ekki upp en Craig Dawson jafnaði metin í upptbótartíma og það reyndist lokamark leiksins. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli.

Leicester 2 – 2 West Ham

0-1 Jarrod Bowen (´10)

1-1 Youri Tielemans (´45)

2-1 Ricardo Pereira (´57)

2-2 Craig Dawson (´90+1)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir