10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Enski boltinn: Öruggur sigur Manchester City gegn Norwich – Sterling með þrennu

Skyldulesning

Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en þar tók Norwich á móti Manchester City. Gestirnir unnu þar öruggan 3-0 sigur.

Manchester City var miklu meira með boltann eins og búist var við og átti fleiri skot á markið. Raheem Sterling braut ísinn og kom gestunum yfir á 31. mínútu með flottu skoti eftir sendingu frá Kyle Walker.

Phil Foden skoraði annað mark Manchester City í byrjun seinni hálfleiks, Hanley var nálægt því að verja skotið á línu en boltinn fór yfir línuna og því réttilega dæmt mark. Raheem Sterling þriðja mark gestanna á 70 mínútu en það kom með skalla. Gestirnir fengu víti á 90. mínútu, Sterling tók spyrnuna en lét Gunn verja frá sér. Sterling náði þó fráksastinu og fullkomnaði þrennuna. Þetta var lokamark leiksins og 4-0 sigur Englandsmeistarana því staðreynd.

Norwich 0 – 4 Manchester City

0-1 Raheem Sterling (´31).

0-2 Phil Foden (´48)

0-3 Raheem Sterling (´70)

0-4 Raheem Sterling (´90)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir