9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Enski boltinn: Phil Foden hetjan – Umdeild dómgæsla undir lok leiks

Skyldulesning

Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en þar tók Everton á móti Manchester City. Leiknum lauk með 1-0 sigri Manchester City.

Manchester City var meira með boltann eins og búist var við og átti hættulegri færi. Markalaust var er flautað var til hálfleiks.

Hlutirnir fóru að gerast undir lok leiks. Phil Foden braut loks ísinn fyrir Manchester City á 82. mínútu eftir vond mistök frá Michael Keane. Nokkrum mínútum seinna fór boltinn í höndina á Rodri innan teigs en eftir langa skoðun í VAR var ákveðið að dæma ekki vítaspyrnu. Margir hafa látið heyra í sér á Twitter og er mikið ósætti með að ekki hafi verið dæmd vítaspyrna.

Everton 0 – 1 Manchester City

0-1 Phil Foden (´82)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir