3.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Enski boltinn: West Ham lagði Everton í Lundúnum

Skyldulesning

West Ham tók á móti Everton á London vellinum í dag. Everton mætti til leiks í síðasta örugga sæti deildarinnar en West Ham er í baráttu um Evrópusæti á næstu leiktíð.

Gestirnir byrjuðu leikinn ágætlega en það voru heimamenn sem tóku forystuna eftir tæplega hálftíma leik þegar Aaron Cresswell smurði boltann í fjærhornið beint úr aukaspyrnu, staðan 1-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Mason Holgate, sem kom inn í byrjunarliðið á síðustu stundu eftir að Donny van de Beek meiddist í upphitun, jafnaði metin á 53. mínútu með frábæru skoti.

West Ham var ekki lengi að svara fyrir sig og Jarod Bowen kom sínum mönnum aftur í forystu fimm mínútum síðar. Til að bæta gráu ofan á svart var Michael Keane rekinn af velli í liði Everton á 66. mínútu eftir klaufalegt brot og Everton menn í allskonar vandræðum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lokatölur 2-1.

West Ham lyftir sér upp í fimmta sæti með sigrinum en liðið er með 51 stig, jafnmörg stig og Tottenham og Man United en West Ham er með betri markamun og hefur leikið fleiri leiki.

Everton er í bullandi fallbaráttu en liðið hefur aðeins unnið einn deildarleik síðan Frank Lampard tók við stjórnvölunum og er í 17. sæti með 25 stig, þremur stigum á undan Watford sem hefur spilað tveimur leikjum fleiri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir