-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Enski deildarbikarinn: Newcastle tapaði fyrir Brentford

Skyldulesning

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United tapaði 1-0 fyrir enska 1. deildar liðinu Brentford í enska deildarbikarnum í kvöld. Leikið var á Brentford Community Stadium.

Eina mark leiksins kom á 66. mínútu. Það skoraði Joshua Dasilva, leikmaður Brentford eftir stoðsendingu frá Sergi Canos.

Newcastle tefldi fram sterku liði en mun ekki fara lengra í keppninni í þetta skipti. Brentford heldur hins vegar áfram í næstu umferð.

Brentford 1 – 0 Newcastle United 


1-0 Joshua Dasilva (’66)

Innlendar Fréttir