0 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Epli snúið þar til það springur í loft upp

Skyldulesning

Lífið

Eplið snerist svo hratt að það rifnaði í sundur.
Eplið snerist svo hratt að það rifnaði í sundur.

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur ekki stöðvað það, þó Daniel sé í Bretlandi og Gavin í Texas.

Gavin tók sig til á dögunum og lék eftir vinsælt Tik Tok myndband þar sem loftblástur var notaður til að snúa epli mjög hratt. Svo hratt að það rifnaði í sundur.

Eplinu var haldið á lofti með fyrirbæri sem kallast Coandă effect.

Þetta vildi Gavin skoða í háhraða og gerði hann það.

Í fyrstu tilraun snerist eplið svo hratt að það var í raun erfitt að sjá almennilega hvað gerðist í þúsund römmum á sekúndu. Því þurfti hann að fá betri myndavél lánaða og taka epli upp á 28.500 römmum á sekúndu.

Þegar það epli snerist hvað hraðast, skömmu áður en það rifnaði í sundur, snerist það 109 hringi á sekúndu. Það samsvarar 6.565 snúningar á mínútu.


Tengdar fréttir


Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.


Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.


Smith fékk það hlutverk að stúta melónu með sleggju og svo annarri melónu með sverði. Meðal annars beitti hann einnig eldvörpu á gínu með mynd af hans eigin andliti.


Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.


Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum YouTube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Innlendar Fréttir