7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Er bjartsýnin of mikil vegna bóluefna?

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Um leið og fréttir tóku að berast af því að prófanir bóluefna gegn coronaveirunni væru jákvæðar og virtust gefa mikla virkni, allt upp í 95%, fór bjartsýnisstraumur um heimsbyggðina og fólk fór að trúa því að nú sæi fyrir endann á faraldrinum.

Hlutabréfavísitölur í kauphöllum heimsins hækkuðu í kjölfarið og almenningur fagnaði fréttunum innilega, enda orðinn langþreyttur á samkomubanni, sóttkví og öðrum þeim takmörkunum sem baráttan við veiruna hefur haft í för með sér.

Eitt lyfjafyrirtækjanna, AstraZeneca, sem miklar vonir voru bundnar við hefur nú gefið út að mikil mistök hafi verið gerð við prófun bóluefnis þess og því sé allt í óvissu um virkni efnisins til langs tíma, eða hvort það muni hljóta samykki eftirlitsaðila, eða eins og segir í fréttinni:  „Uggvæn­leg­asta staðreynd­in er sú að rann­sak­end­ur AstraZeneca og Oxford-há­skóla segj­ast ekki sjálf­ir skilja þetta þversagna­kennda mis­ræmi.“

Á sama tíma og bjartsýnin og eftirvæntingin vegna bóluefnanna er mikil er uppgangur veirunnar að sama skapi mikill um allan heim og ekkert lát á faraldrinum.  Hér á landi hefur baráttan gengið vel með ströngum sóttvörnum, en eins og útlitið er núna gæti faraldurinn jafnvel verðið á uppleið aftur og ef svo færi er útlit fyrir að jólagleði landsmanna verði lítil.

Jafnvel þó að bóluefnaframleiðsla kæmist á fullan skrið öðru hvoru megin við áramótin eru litlar líkur á að hægt yrðir að byrja bólusetningar að ráði hér á landi fyrr en í fyrsta lagi í febrúar eða mars og þá yrði byrjað á heilbrigðisstarfsfólki, eldri borgurum og öðrum þeim sem teljast vera í viðkvæmum hópum.

Bólusetja þarf tvisvar gegn veirunni, þannig að þrjár vikur líði frá fyrri sprautunni til þeirrar seinni og síðan þarf að líða vika áður en full virkni næst.  Heill mánuður mun því líða frá því að bólusetning hefst og þar til virkni er náð, en ekkert hefur komið fram ennþá um hvernig staðfest verður hvort sá bólusetti sé orðinn ónæmur fyrir veirunni.

Hvernig sem allt veltist í þessu efni verður komið fram á mitt ár, eða jafnvel haust, áður en hjarðónæmi verður náð í landinu, en sigur verður þó ekki unninn í baráttunni við veiruna fyrr en sama árangri verður náð í öllum löndum veraldar og það mun örugglega ekki nást á nsta ári.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir