2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Er landsliðið á villigötum með upplegg sitt? – „Við erum bara Ísland“

Skyldulesning

Rætt var um komandi leiki íslenska landsliðsins í fótbolta í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar öll föstudagskvöld klukkan 21.

Liðið er statt á Spáni þar sem það leikur gegn Finnum og Spáni. Baldur Sigurðsson, sérfræðingur um Bestu deildina sat í settinnu með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.

Baldur vill fá einn sigur enda veitti liðinu ekki af því. „Mér finnst reyndar pínu sérstakt að taka leik við Spán. Við erum á engan hátt sambærilegir við Spán. Ég skil leikinn við Finna vegna Þjóðardeildarinnar,“ segir Baldur.

video

Hann segir að Arnar sé að halda áfram og þróa leikmenn og búa til lið sem sé kjörið gegn Finnum. „Ég hugsa að rökin hjá Arnari sé að Spánverjar séu svo góðir að þá sé hægt að sjá veikleika okkar. En ég held að Ísland muni varla snerta boltann. Að horfa á leikmannahóp Spánar – þetta eru engin smá nöfn,“ sagði Baldur.

Um Finnaleikinn sagði hann að Arnar myndi vera trúr sinni hugmyndafræði og pressa Finnana. „Við viljum halda áfram að sjá góða liðsframmistöðu en líka sjá einstaklinga blómstra.“

Hörður benti á að Ísland hefði aðeins unnið Færeyjar og Liechtenstein á fyrsta ári Arnars sem landsliðsþjálfari. „Það væri skref upp á við að klára Finnland.“

Hann sagði einnig að það væri enn smá landsliðsþynnka því áhuginn væri lítill. Tók hann saman lestrartölur á vefnum máli sínu til stuðnings.

„Það eina eiginlega sem var lögð áhersla á á síðasta fundi var hápressa og hvernig liðið ætlaði að pressa. Ég á erfitt að sjá Íslenska landsliðið vinna marga fótboltaleiki ef við ætlum endalaust að spila hápressu.

Við erum bara Ísland. Við náðum engum árangri hér á árum áður með hápressu,“ sagði Hörður.

Baldur benti á að þjóðfélagið skemmti sér vel yfir árangri Íslands árið 2016 og 2018 á EM annarsvegar og HM hinsvegar. „Ef við ætlum að ná árangri og fórum á tvö stórmót. ég held að þjóðfélagið hafi aldrei skemmt sér betur en 2016 og 2018 og þá verðum við að taka gamla góða varnarleikinn og gera hann vel og pota inn nokkrum mörkum.“

Nánari umræðu um landsliðið má sjá hér fyrir neðan. Meðal annars um alla ungu leikmenn sem klæðast nú landsliðstreyjunni og mikilvægi þess að hafa leikmenn inn í stærstu deildunum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir