5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Er Lukaku á leið aftur til Chelsea?

Skyldulesning

Svo gæti farið að framherjinn stóri og stæðilegi, Romelu Lukaku muni aftur ganga í raðir Chelsea í sumar. Áhugi félagsins virðist vera til staðar.

Calciomercato á Ítalíu segir að Chelsea sé tilbúið að setja allt kapp á að landa Lukaku í sumar, mistakist félaginu að fá Erling Haaland frá Dortmund.

Lukaku gekk í raðir Chelsea árið 2011 en þá var hann aðeins 18 ára gamall, þremur árum síðar gekk hann í raðir Everton þar sem hann átti góð ár.

Sumarið 2017 gekk Lukaku í raðir Manchester United en félagið seldi hann til Inter fyrir tæpum tveimur árum, Lukaku hefur raðað inn mörkum á Ítalíu.

Chelsea vill bæta við framherja í hóp sinn og gæti svo farið að framherjinn knái frá Belgíu snúi aftur til félagsins.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir