„Er með góða tengingu við klúbbinn, leik­menn treysta honum og fara eftir því sem hann vill“ – Vísir

0
98

„Er með góða tengingu við klúbbinn, leik­menn treysta honum og fara eftir því sem hann vill“ Farið var yfir magnaðan 1-0 útisigur Þórs/KA á Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í síðasta þætti Bestu markanna. Þór/KA kemur sprækt til leiks á nýju tímabili og virðist sem nýr þjálfari hafi eitthvað með það að gera.

„Það er ótrúlegt að horfa á þetta lið, sem var í bullandi vandræðum í fyrra en með fínan hóp, ég segi betri á pappír en þessi hópur. Svo allt í einu er allt annað að frétta í ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir um lið Þórs/KA.

Jóhann Kristinn Gunnarsson tók við Þór/KA fyrir tímabilið og snerist umræðan fljótt að honum.

„Hann kemur með nokkrar áherslubreytinga. Hann er með góða tengingu við klúbbinn, leikmenn treysta honum og fara eftir því sem hann vill. Hann gerir stóra breytingu í að skipta um markmann, sem getur skipt miklu máli fyrir hópinn,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og hélt áfram.

„Sandra María Jessen er í betra standi en í fyrra og þessir ungu leikmenn, margar ungar og efnilegar í þessu liði sem eru að fá meiri reynslu með hverjum leiknum og þá er munur með hverjum leik.“

„Það er eins og þær trúi á leikkerfið sem lagt er upp með og fari í hlutina,“ bætti Helena við en sjá má umræðu Bestu markanna um lið Þórs/KA í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Er með góða tengingu við klúbbinn, leikmenn treysta honum og fara eftir því sem hann vill