8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Er Pogba að opna á ótrúlega endurkomu Ronaldo til Manchester?

Skyldulesning

Paul Pogba vill ólmur fara frá Manchester United, hann hefði helst viljað fara í gær en gæti farið í janúar eða næsta sumar.

Miðjumaðurinn hefur lengi viljað fara frá félaginu en Mino Raiola, umboðsmaður hans ákvað að henda fram sprengju í vikunni. Hann sagði skjólstæðing sinn ósáttan í herbúðum United og að hann þyrfti að fara sem fyrst.

Pogba vill helst fara aftur til Juventus, félagið sem seldi hann til Manchester United árið 2016 fyrir 89 milljónir punda.

Juventus hefur áhuga á að losna við Cristiano Ronaldo og Miguel Delaney blaðamaður hjá The Independent segir möguleika á að hann fari til United.

Delaney segir að möguleiki sé fyrir hendi að United og Juventus skipti á Pogba og Ronaldo. Ronaldo yfirgaf Manchester United árið 2009 og hefur reglulega verið orðaður við endurkomu, hann er 35 ára gamall en launapakki hans hjá Juventus er svakalegur. Félagið hefur því áhuga á að losna við hann.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir