4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Er Pútín að íhuga að setjast í helgan stein?

Skyldulesning

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir ekkert hæft í orðrómi um að hann sé veikur eða á leið út úr stjórnmálum. En hvað sem því líður þá er ljóst að Pútín fer inn í jólin með stafla af vandamálum, bæði á innlendum sem erlendum vettvangi.

Fyrir nokkrum vikum fór orðrómur á kreik um að Pútín sé með Parkinsonssjúkdóminn og að hann muni fljótlega hætta afskiptum af stjórnmálum og yfirgefa Kreml. Valery Solovei, stjórnmálafræðingur, sem er þekktur fyrir að vera mjög gagnrýninn í garð Pútíns sagði í samtali við The Sun að Pútín muni láta af forsetaembættinu í janúar. Hann sagði að tvær dætur Pútín og unnusta hans, hin 37 ára Alina Kabaeva, þrýsti mjög á hann um að setjast í helgan stein. Solovei sagði einnig að Pútín hafi sýnt merki þess að vera með Parkinssonssjúkdóminn. Þessu til stuðnings var sýnd upptaka þar sem mjög skjálfhentur Pútín heldur á bolla og annað þar sem hann á erfitt með að hafa fæturna kyrra.

En í Moskvu eru margir sem taka lítið mark á Solovei því hann hefur áður haft rangt fyrir sér. 2015 spáði hann því að stríðið í Úkraínu myndi ekki kalla refsiaðgerðir Vesturlanda yfir Rússland og 2016 spáði hann því að Pútín ætlaði að setjast í helgan stein.

„Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Dmitrij Peskov, talsmaður Pútín, þegar Tass fréttastofan spurði hann út í málið. Hann sagði að Pútín væri við góða heilsu og væri ekki á förum frá Kreml.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir