4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Er sjálfsagt að útlendingar eignist Hjörleifshöfða?

Skyldulesning

Þriðjudagur, 24. nóvember 2020

Vísir.is segir frá því að þýzkt-íslenzkt félag hafi eignast Hjörleifshöfða og að félagið sé í meirihlutaeigu Þjóðverja. Og jafnframt að íslenzka ríkið hafi átt kost á að kaupa Hjörleifshöfða en að ekki hafi gengið saman um verð.

Við lestur þessarar fréttar vaknar enn á ný sú spurning hvort það sé sjálfsagt útlendingar geti eignast stóran hluta Íslands með því einfaldlega að kaupa jarðir.

Brezkur auðkýfingur (sem nú er búsettur í Mónakó) á nú töluverðan hluta af norðausturhorni landsins, sem hann hefur eignast með jarðakaupum.

Hvað ætla kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að gera, ef þessum auðkýfingi dytti í hug að selja rússnesku fyrirtæki allar jarðirnar í einni kippu, svo að Rússar gætu komið sér upp hafnaraðstöðu á Norðausturlandi?

Hvað ætla kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að gera ef kínverskt fyrirtæki gerði tilboð í allar jarðir á Vestfjarðakjálkanum og Kínverjar eignuðust þannig meirihlutann af Vestfjarðakjálkanum. (Það eru ekki mörg ár síðan þeir reyndu að kaupa stórt landsvæði á Grænlandi.)

Bandarískur aðmíráll gaf til kynna fyrir skömmu, að Bandaríkjamenn kynnu að hafa áhuga á fastri aðstöðu á ný á Íslandi. Mundi einhverjum kjörinna fulltrúa þjóðarinnar bregða við, ef þeir hæfu skipuleg jarðakaup á Suðurnesjum?

Það verður að stöðva þessa vitleysu nú þegar á þessu þingi og banna slík landakaup útlendinga. Þetta hefur verið ljóst í mörg ár en Alþingi hefur augljóslega ekkert gert, sem máli skiptir.

Ætli hugsanleg kaup á Hjörleifshöfða hafi komið til umræðu í ríkisstjórninni?

Ætli þau hafi komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna?

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir