0 C
Grindavik
24. febrúar, 2021

Er þetta hugsanlega byrjunin á langri togstreitu.

Skyldulesning

Nú er ljóst að í uppsiglingu kunni að vera löng togstreita um það bóluefni gegn COVID-19, sem útdeilt verður á milli jarðarbúa næstu tvö ár. 

Fréttir höfðu borist frá Evrópu um að loforð um afhendingu stæðust ekki og nú virðist svipað vera að gerast í Bandaríkjunum. 

Þar í landi fullyrðir framleiðandinn Pfizer að ekki sé fyrirtækinu um að kenna og komin er fyrsta viðurkenningin á ábyrgð á drættinum. 

Hjá okkur var sú skýring gefin að skortur á hráefni hefði skapað dráttinn á afhendingu til Evrópu þannig að eitthvað virðist málum blandið. 

Annað hvort var sú skýring röng eða að vegna þess að Pfizer er í Bandaríkjunum hafi Evrópa verið látin gjalda seinkuninni að vestan. 

Svona fréttir eru þegar byrjaðar að hellast inn og engan þyrfti að undra að bólefnafréttir og fréttir af togstreitu um þau verði í fjölmiðlum næstu misseri.  


Innlendar Fréttir