Er verið að njósna um þig? Þetta eru vísbendingar um að brotist hafi verið inn í símann þinn – DV

0
121

Farsímar fólks eru farnir að gegna sífellt mikilvægara hlutverki í lífi þess. Auk þess sem tækið er notað til hverskonar samskipta þá nota æ fleiri símann sem greiðslutæki sem og geyma í honum mikilvægar persónulegar upplýsingar. Það er því mjög alvarlegt ef að óprúttnir aðilar ná að brjótast inn í símann. Daily Mail tók saman tíu atriði sem geta gefið vísbendingar um slíkt athæfi.

1. Kannastu ekki við öppin í símanum? Ef að þú tekur eftir öppum í símanum sínum sem þú manst ekki eftir að hafa niðurhalað þá skaltu vera á varðbergi. Njósnaforrit geta verið dulbúin sem eitthvað sakleysislegt og því skaltu kanna málið nánar.

2. Þarftu að hlaða símann þinn óvenjulega mikið Ef njósnaforrit eru í fullri vinnslu í símanum þínum þá mun rafhlaðan tæmast hratt. Það getur því verið vísbending um slíkt ef að síminn fer skyndilega að þurfa hleðslu oftar en venjulega. Þá er gott að kanna hvort einhverjum nýjum forritum hafi verið hlaðið niður nýlega.

3. Hitnar síminn þinn án þess að hann sé í notkun? Eins og í dæminu að ofan þá er það vísbending um að eitthvað sé í gangi ef að síminn þinn hitnar mikið þó að hann sé ekki í notkun. Þá gæti eitthvað forrit verið að vinna í bakgrunninum.

4. Áttu notaðan síma? Ef þú eignast notaðan síma er mikilvægt að hreinsa símann með því að endurræsa hann á verksmiðju stillingarnar. Annars gætiru verið að kaupa köttinn í sekknum.

5. Fylgstu með gagnamagninu sem síminn notar Ef að einhver óprútinn aðili hefur komið fyrir njósnaforriti í símanum þínum er líklegt að gagnanotkun símans hafi aukist umtalsvert enda væri forritið að senda upplýsingar á fullu úr símanum þínum.

6. Geturu illa slökkt á símanum þínum? Sum njósnaforrit koma í veg fyrir að eigandi síma geti slökkt á tækinu eða tefja ferlið verulega enda vilja hinir þrjótarnir helst hafa aðgang að símanum öllum stundum.

7. Óeðlileg ljós eða virkni ækisins Ef að ljós byrja að kvikna eða virkni símans verður óvenjuleg þá getur það verið vísbending sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara.

8. Skoðaðu sms-in sem hafa verið send Ef að þú finnur sms-skeyti sem þú manst ekki eftir að hafa skrifað eða sent þá getur það verið vísbending um að einhver hafi aðgang að símanum þínum. Sum njósnaforrit gera það að verkum að þau geta tekið skjáskot, myndir eða sent tölvupósta úr símanum sem brotist hefur verið inn í.

9. Virkar auto-correct eðlilega? Það eru til njósnaforrit sem fylgjast með því hvað fólk skrifar inn í símann sinn. Ef þú er að skrifa skeyti og auto-correct hegðar sér undarlega þá getur það verið vísbending um að eitthvað óeðlilegt sé í gangi.

10. Hver eru gæði skjáskotanna á símanum þínum? Ef að gæði skjáskota sem þú tekur á símann þinn fara að hraka, verða til að mynda pixlaðri, þá getur það verið vísbendingum að einhver hafi brotist inn í tækið þitt.

Hvað á til bragðst að taka ef þú óttast að einhver hafi brotist inn í símann þinn? Halaðu niður anti-vírusforriti

Taktu afrit af gögnum símans og endurræstu hann á verksmiðju stillingu

Eyddu út öppum seþ ú kannast ekki við

Ef þú hefur niðurhalað appi kannaðu þá hvort að fyrirtækið sem framleiddi appið sé ekki örugglega til

Vertu alltaf með nýjustu uppfærsluna á stjórnkerfi símans

Stöðvaðu allar mánaðarlegar áskriftir sem þú kannast ekki við

Ekki gefa forritum leyfi til að fylgjast með staðsetningu þinni, nema nauðsyn beri til.