6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Erfitt líf hjá Jóhanni í Burnley

Skyldulesning

Jóhann Berg Guðmundsson hefur aðeins komið sögu í fjórum leikjum …

Jóhann Berg Guðmundsson hefur aðeins komið sögu í fjórum leikjum með Burnley á tímabilinu.

AFP

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarna mánuði. 

Sóknarmaðurinn, sem er þrítugur, hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin tvö tímabil en hann byrjaði einungis sex leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Jóhann Berg hefur byrjað þrjá leiki á tímabilinu til þessa og þá hefur hann komið inn á sem varamaður í eitt skipti.

„Þetta hefur verið virkilega erfitt,“ sagði Jóhann Berg í samtali við heimasíðu Burnley.

„Það er erfitt að vera endalaust að glíma við þessi smávægilegu meiðsli. Þú snýrð aftur á völlinn en meiðist svo strax.

Þegar að þú meiðist alvarlega þá veistu strax að þetta verða einhverjir mánuðir en þessi minni meiðsli eru lúmsk og taka oft mun lengri tíma en gert var ráð fyrir.

Það er erfitt að vera alltaf að byrja af krafti og þurfa svo að stoppa. Þú nærð ekki upp miklum takti þannig, tala nú ekki um inn á vellinum sjálfum.

Ég er bara að reyna ná mér góðum og koma líkamanum í stand því ég vil að sjálfsögðu spila 90. mínútur um hverja einustu helgi,“ bætti landsliðsmaðurinn við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir