Erik Ten Hag mætti með vínflösku út á völl í kvöld – Ástæðan ansi skemmtileg – DV

0
185

Erik ten Hag stjóri Manchester United mætti vopnaður vínflösku þegar liðið mætti til Brighton í kvöld, leikurinn er nú í gangi.

Ástæða þess er að Paul Ince fyrrum stjóri Reading var sérfræðingur í leiknum, hafði Ten Hag ekki náð að gefa honum í glas þegar liðin mættust í janúar.

Untied vann þá sigur á Reading í bikarnum en Ince var rekinn úr starfi á dögunum og starfar hjá Sky Sports sem sérfræðingur í kvöld.

„Ég skuldaði þessa,“ sagði Ten Hag þegar hann rétti Ince góða flösku af rauðvíni. Hefð er fyrir því að stjórar fái sér í glas þegar leik er lokið.

Atvikið er hér að neðan.

„I owe him one“ 😅

Things we didn’t expect to see this evening – Erik ten Hag giving Paul Ince a bottle of wine before his pre-match interview 🍷 pic.twitter.com/ZtmS0wGUzD

— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði