10.7 C
Grindavik
31. júlí, 2021

Eriksen aftur til Norður-Lundúna en nú til Arsenal?

Skyldulesning

Inter Milan hefur boðið Arsenal að kaupa Christian Eriksen í janúar á rétt rúmar 16 milljónir punda. ESPN segir frá.

Christian Eriksen hefur fengið leyfi til þess að fara frá Inter í janúar ef hann hefur áhuga á. Ekki er ár síðan frá því að danski miðjumaðurinn gekk í raðir Inter.

Eriksen vildi ólmur losna frá Tottenham og fékk ósk sína uppfyllta í janúar þegar Inter keypti hann frá félaginu.

Þessi 28 ára danski miðjumaður hefur hins vegar ekki fundið taktinn hjá Inter og virðist ekki vera í náðinni hjá Antonio COnte.

Beppe Marotta stjórnarformaður Inter hefur tjáð sig um málið og sagt að Eriksen geti farið óski hann eftir því. Eriksen gæti snúið aftur til Norður-Lundúna en nú farið til Arsenal.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir